Annað veður, heimsókn og bleyjustopp

Það er svo sem ekki margt að frétta héðan, nema að veðrið hefur breyst svo um munar, en í dag var líklega um 12-15 stiga hiti, logn og heiðskýrt. Við fengum góða heimsókn um helgina, en Jón Víðis eða Jonni, æskufélagi úr Laugarneshverfinu var á galdrakarlaráðstefnu hér í Columbus og kíkti við með Steina frænda sínum á sunnudagseftirmiðdag.
Tómas er hættur á bleyju að eigin sögn. Ákvörðun hans kemur fremur snöggt og án mikils undirbúnings af okkar hálfu og litlar æfingar af hálfu hans. En við sjáum hvernig það gengur á næstunni.

4 thoughts on “Annað veður, heimsókn og bleyjustopp”

  1. Flott hjá Tómasi Inga, nú verða foreldrarnir að vera duglegir að hjálpa.

    kveðja

    Alfa

  2. Gangi Tómasi vel, nú verður hann ekki lengur smábarn heldur krakki samkvæmt skilgreiningu Benna frænda. Benni biður að heilsa.

  3. Er hann kannski hættur með snuð, er hægt að nota það á Benna snuddukarl að Tómas Ingi sé hættur með slíkt smábarnadót.

  4. Jonni kom í leikskólann hans Benna sem töframaður og var þvílíkt flottur, reyndar flippaði litla hjartagullið hennar mömmu sinnar út af hræðslu í miðri sýningu, vitum ekki hvað triggeraði það kannski að Jonni ætlaði að fara að draga fram kanínur úr hatti. Held að við fáum ekki töframann í barnaafmæli í nánustu framtíð

Lokað er á athugasemdir.