Samkeppnisumhverfi

Það tók ekki langan tíma fyrir Tómas að hætta á bleyju þegar hann ákvað það. Reyndar lenti hann í smá kúkavandræðum fyrstu tvo dagana, enda aldrei notast við klósett fyrir slíkt. Eins tók eina nótt að sannfæra hann um gildi þess að notast áfram við næturbleyju.

Það sem hefur gert verkefnið þægilegra og kallað á þessi hröðu umskipti hjá Tómasi er ekki síst að á daginn er hann í gífurlegu samkeppnisumhverfi. Þannig er að félagar hans tveir Vincent og Caden, ákváðu líka að hætta á bleyju og byrja að nota klósett. Þeir fara því saman á klósettið í leikskólanum, og bera saman af miklu kappi hver sé duglegastur og ekki síst hver er með flottustu myndina á nærbuxunum sínum.

Þessi samanburður og keppni um flottustu nærbuxur dagsins hefur þannig hjálpað gífurlega og þýtt í raun að Tómas hefur lagt sig allan fram í að ná stjórn á þessu öllu sjálfur án mikilla afskipta foreldra sinna.

2 thoughts on “Samkeppnisumhverfi”

  1. Þú getur sagt honum að Benni eigi nærbuxur með Dodda, risaeðlum og bílum. Það er samt enginn samkeppni hjá Benna því hann er sá eini bleyjulausi á sinni deild og búinn að vera í fjóra mánuði.

  2. Vissi alltaf að Tómas er súper duglegur. Bréf frá lánasjóðnum er komið.

    Kveðja

    Alfa

Lokað er á athugasemdir.