Alvöru Ameríka

Fyrir 30 mínútum síðan fékk ég tölvupóst frá skólanum hennar Önnu Laufeyjar um að sérsveit lögreglunnar hefði umkringt hús á bakvið skólann og engum börnum væri hleypt út úr byggingunni af öryggisástæðum. Þar sem Anna átti að vera búin í skólanum fyrir 50 mínútum, þá taldi ég víst að hún hefði komist af stað heim áður en hamagangurinn byrjaði, en svo er víst ekki. Í bréfinu frá skólanum voru foreldrar beðnir um að koma EKKI á svæðið af öryggisástæðum. Þannig að ég hringdi í Tinu sem átti að sækja börnin í dag og henni var ekki mjög skemmt yfir ástandinu, enda var hún mætt í skólann þegar tilkynningin kom og var því læst inni ásamt Önnu og öllum öðrum nemendum skólans meðan að umsátursástand ríkir í næstu götu.

3 thoughts on “Alvöru Ameríka”

  1. Núna kl. 17:04 kom Anna heim eftir næstum 2 klst „lockdown“ í skólanum. Hún sagði mér að foreldrar hefðu verið látnir bíða í andyrinu þangað til börnunum var leyft að fara heim. Þrátt fyrir að krökkunum hafi verið hleypt heim, er víst ennþá umsátursástand aftan við skólann þegar þetta er skrifað.

  2. Ósköp er Anna Laufey orðin gömul á kynningunni ykkar.

    Er þetta rétt heimilisfang sem þar er.

    kveðja

    Alfa

Lokað er á athugasemdir.