Íslandsferð

Rétt í þessu gekk ég frá flugmiðum fyrir mig og börnin til Íslands í sumar. Við lendum seinnipartinn miðvikudaginn 29. júlí og verðum fram til 19. ágúst. Jenný stefnir á að koma að morgni 7. ágúst og verða fram til 19. en vegna flókinna fargjalda og enn flóknari bókunartilburða með Vildarpunktum, skattagreiðslum og eldsneytisálögum, þá tókst mér ekki að ganga frá farseðlunum hennar fyrir lokun hjá söluskrifstofu Flugleiða á Íslandi í dag.

One thought on “Íslandsferð”

Lokað er á athugasemdir.