Alvaran tekur við

Það má segja að í dag hafi verið merkilegur dagur fyrir sjálfstæðisbaráttu Önnu Laufeyjar, en hún fékk í fyrsta skipti að fara úr garðinum við húsið okkar til að leika sér við vin sinn. En fram til þessa hefur alltaf þurft að skipuleggja playdate og keyra hana til og frá.
Þar sem þessi breyting var fyrirsjáanleg ákváðum við auk þess að gefa Önnu farsíma, þannig að þrátt fyrir að hún færi út af svæðinu gætum við alltaf verið í sambandi við hana. Þessum breytingum á högum stúlkunnar var tekið af miklum fögnuði. Jennýju finnst hún hins vegar hafa elst um mörg ár.

One thought on “Alvaran tekur við”

  1. Það er ótrúlegt og skemmtilegt hvað Afa stelpan er orðin kotroskin. Það væri nú í lagi að fá númerið svo Afi geti þumlast til að senda SMS

Lokað er á athugasemdir.