Flestir búnir… næstum því

Í gær lauk Jenný síðasta kúrsinum sem hún þarf að taka til doktorsprófs í OSU. Anna Laufey kláraði skólann sinn á miðvikudaginn og rétt í þessu sendi ég inn endurskoðaða tillögu að meistararitgerðinni minni, og lauk þar með öllum verkefnum frá vormisseri (sem reyndar lauk 15. maí).

Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á verkefnastöðuna, enda hélt Jenný í skólann í dag til að halda áfram rannsóknarvinnu og verður að fram í miðjan júlí. Anna er núna í skólanum sínum ásamt nokkrum stelpum í bekknum að hjálpa kennaranum sínum við frágang á skólastofunni fyrir sumarið og byrjar síðan á námskeiði í skapandi skrifum upp í Ohio State á mánudaginn og út júní. Ég þarf að ljúka þremur stuttum pappírum fyrir sumarnámskeið í keltískum kristnidómi í næstu viku, og þegar því er lokið taka við skrif á meistararitgerðinni (ef tillagan verður samþykkt).

Í öllu þessu heldur Tómas áfram að mæta í leikskólann, þar sem þau eru að stúdera liti næstu tvær vikur og hann þarf að mæta í réttum lit í leikskólann á hverjum degi (í dag er blár).

One thought on “Flestir búnir… næstum því”

  1. Gaman væri nú að fá að sjá sýnishorn af skrifum Önnu minnar og heyra Tómas segja frá litunum!

    Anna amma

Lokað er á athugasemdir.