Í dag var Tómasi boðið í afmæli hjá Caden vini sínum á sunnudaginn kemur, en boðskort var í pósthólfinu hans í leikskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem Tómas fær boðskort í vinaafmæli og viðbrögð hafa verið frábær. Hann hefur ekki skilið boðskortið við sig nema rétt á meðan hann fór í bað og fyrr í dag fór hann með það út í garð til að sýna nágrönnunum. Hann liggur núna undir sæng með kortið og í stað þess að sofna sönglar hann stöðugt „Happy Birthday, Caden“.