Líklega vita flestir sem lesa hrafnar.net að Jenný og börnin eru á Íslandi um þessar mundir, meðan ég rembist við að skrifa lokaritgerð í STM-náminu mínu hér í BNA. Ég veitti því athygli rétt í þessu að mars 2010 er fyrsti mánuðurinn síðan júní 2005 þar sem það kom engin ný færsla á hrafnar.net. Ég ákvað því að skjóta inn færslu frá mér sem birtist í mars á trú.is, með vísunum á aðrar trú.is færslur frá mér um Haiti.
Ástæða þess er helst sú að flestar fréttir af okkur koma á Facebook síðurnar hjá mér og Jennýju, nú eða í einhverjum tilfellum á tvítið mitt (sem er reyndar yfirleitt á ensku). Til að bæta úr þessu að einhverju leiti hef ég sett upp tengingu hér til hliðar á þrjú síðustu tvít-inn mín.