Tómas fór í leikskólann í síðasta sinn í gær, þetta var þó ekki formleg útskrift enda munu sumir félaga hans halda áfram í leikskólanum og fara í „Kindergarten“ (ísl. 5 ára bekk) sem leikskólinn býður upp á.
Þar sem Bexleybær bíður nú í haust upp á heilsdags 5 ára bekk í fyrsta sinn, þá ákváðum við að það væri í alla staði hentugra fyrir okkur, að flytja hann í Cassingham Elementary þannig að hann yrði í skólanum með stóru systur. Við það bætist að ég (Elli) verð heima við stóran hluta sumars og því fannst okkur rétt að taka hann úr leikskólanum núna í maí og spara með því leikskólagjöld sumarsins.
Hvað um það, lokadagurinn var í gær og þegar við komum heim fékk Tómas „Spiderman“-hjól í útskriftargjöf. Við tókum nokkrar myndir af gleðinni.
Elsku Tómas,
innilega til hamingju með útskriftina
og með hjólið.
Guð blessi þig
Kveðja
Alfa amma
Til hamingju Tómas. Bæði þú og pabbi að útskrifast. Núna þarf afi að vita hvar þú ferð næst í skóla ef ég þarf að keyra þig í skólann einhverntímann. Rosalega er þetta flott hjól sem þú fékkst og þú klárar þá að læra að hjóla og ég og Baldur hlökkum til að bjóða þér í hjólatúr næst þegar þú kemur til Íslands. Hjólið sem þú varst að æfa þig á bíður eftir þér inni í bílskúr.