Fylkisgarður við Alum Creek

Í gærkvöldi fórum við í tjaldútilegu í Alum Creek State Park, sem er rétt norðan við Columbus, rétt um 40 mínútna akstur frá húsinu okkar. Það er reyndar lítil úthverfasamfélög með risastórum húsum allt í kringum þjóðgarðinn (eða fylkisgarðinn), en við sáum svo sem nokkur bændabýli einnig.

Í morgun var síðan haldið á ströndina við Alum Creek (sem reyndar rennur fram hjá húsinu okkar, en þá er áin búin að renna í gegnum stórborg og ekki lengur jafn snyrtileg). Anna og Tómas léku sér í sandinum.