Skólinn hefst

Tómas hóf skólagöngu í Cassingham Elementary School á miðvikudaginn var, en hann er í það sem kallast hér í BNA, kindergarten, eða fimm ára bekkur. Fyrstu dagarnir hafa gengið rosavel. Hann hefur verið duglegur að ganga í skólann og heim aftur og þykir mjög gaman. Ekki skemmir heldur fyrir að hitta Önnu Laufeyju út í frímínútum.
Anna er hins vegar að byrja í 6. bekk sem er síðasti bekkurinn í Cassingham en á næsta ári fer árgangurinn hennar í Middle School. Anna er jafnspennt yfir skólanum, er loksins aftur með bestu vinkonu sinni Emmu í bekk, og í gær var hún búin með heimalærdóm fram til 15. september í einhverju fagi. Anna hækkar líka stöðugt og þegar ég mældi hana áðan, reyndist hún vera 161 cm og nálgast móður sína hratt.

2 thoughts on “Skólinn hefst”

  1. Elsku Tómas Ingi,
    ég er viss um að þú verður duglegur og góður í skólanum
    eins og Anna Laufey
    Alfa amma saknar ykkar.
    Guð blessi ykkur
    kveðja
    Alfa amma

  2. Mikið er gaman að sjá Tómas Inga skólastrák með nýju skólatöskuna sína! Amma hlakkar til að heyra hvað þú ert að gera í skólanum Tómas.

    Anna amma

Lokað er á athugasemdir.