Nú er útséð um að ég fái vinnu hér í BNA. En leyfi mitt til atvinnuleitar rennur út eftir nokkra daga. Það merkir jafnframt að ég þarf að yfirgefa BNA, þar sem núverandi vegabréfsáritun fellur þar með úr gildi. Ég mun því fljúga til Íslands gegnum Toronto í Kanada aðfararnótt miðvikudagsins 27. október og lenda í Keflavík kl. 6:25.
Ég verð á Íslandi í tvær vikur og tek m.a. tvö fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Ég ætla að reyna að funda med fjölmörgu fólki um atvinnu og hitta fjölskylduna.
Ég flýg síðan aftur til BNA 10. nóvember ef allt gengur upp og fer inn í landið med vegabréfsáritun sem maki Jennýjar sem skólinn hennar gefur út, en slík áritun gefur ekki heimild til neinnar vinnu í BNA.
Viðbót: Við fengum staðfest hjá skólanum hennar Jennýjar í gær, að það er líkast til ekki fullnægjandi að fara einfaldlega yfir landamærin til Kanada til að breyta árituninni, ég þarf að fara í sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi til að fá nýja áritun.
Dagskráin á Íslandi er strax orðin nokkuð þéttskipuð en endilega finnið tíma til að bjóða mér í mat. 🙂