Í dag fór Jenný með í fyrsta skipti að horfa á Grænu drekana spila. Leikurinn hjá Tómasarhóp byrjaði ekki vel, og áður en 5 mínútur voru liðnar var staðan orðin 0-4 fyrir bláa liðið. Þá allt í einu hruku Drekarnir í gang og röðuðu inn mörkum, sérstaklega var fyrsta markið hans Tómasar skemmtilegt, en hann leit á mömmu sína áður en hann skoraði til að vera viss um að hún væri að fylgjast með. Þrátt fyrir mikla markaskorun, en leikurinn endaði 9-5 fyrir drekunum, fór það ekki framhjá áhorfendum að síðasta snerting Tómasar fyrir framan markið minnti ítrekað á Braga Brynjarsson, en mörkin hefðu orðið miklu mun fleiri ef svo hefði ekki verið.
Nú er aðeins einn leikur eftir, kl. 9:00 á næsta laugardag, en þá munur Grænu Drekarnir mæta gula liðinu, en skv. óopinberum upplýsingum mínum er það óopinber úrslitaleikur mótsins. Síðan verður gert mótshlé fram á vor.