Samræmt próf

Í dag kom í pósti frá skólanum hennar Önnu niðurstöður vegna samræmdra prófa sem hún tók í febrúar-mars í „Science“ (raunvísindum) annars vegar og „Social Studies“ (félagsfræði) hins vegar. Prófin eru kölluð Terra Nova og grunnskólar í Bandaríkjunum geta keypt aðgang að prófunum, sem eru einkarekin, til að sjá hvar skólarnir standa á landsvísu með tilliti til námsefnis í ákveðnum greinum. Að sjálfsögðu er líka teknar saman upplýsingar um einstaka nemendur og þær upplýsingar um Önnu komu til okkar í dag.

Einkunnablöðin eru fremur óvenjuleg og ekki hlaupið að því að lesa tölfræðiupplýsingarnar sem þar birtast. Sem betur fer voru upplýsingarnar um niðurstöður Önnu einnig útskýrðar með orðum. Þar stóð meðal annars í útskýringum um „Science“ einkunnina.

This means your student scored higher than approximately 99% of the students in the nation.

Með öðrum orðum þegar kemur að raunvísindum hjá 6. bekkingum í Bandaríkjunum, þá er Anna Laufey í top 1%. Það er víst ekki hægt að gera betur en það.

Þegar kemur að félagsvísindum þá er Anna síðan í top 6% (94% percentile), sem er svo sem ekki ónýtt heldur.