Tómas klórar

1529

Tómasi finnst gaman að láta neglurnar sínar strjúkast við hitt og þetta. Hins vegar var honum ekki jafn skemmt fyrir tveimur dögum þegar hann vaknaði við það að hafa klórað sig til blóðs á nefinu. Mér brá nokkuð við enda drengurinn blóðugur um allt andlit. En eftir að hafa þrifið hann og kallað til Önnu Laufeyju til að hjálpa til við að plástra sárið þá leit Tómas svona út.
E.s. Það er búið að klippa neglurnar núna.

3 thoughts on “Tómas klórar”

  1. Á smækkuðu myndinni lítur plásturinn út fyrir að vera stór blóðsletta! Ég hélt hann hefði kroppað nefið af sér.

  2. Nei, mér þykir Guðrún illa að sér. Þetta er að sjálfsögðu Dora-The Explorer aðalstjarna Nickelodeon. Hún er næstum jafnstór í bransanum og sjálfur Svampur Sveinsson. Þannig hefur Paramount Kingdom Island tilkynnt að Dora fái sérsvæði í garðinum þeirra á árinu 2006. LazyTown fær í mesta lagi eitt tæki.

Lokað er á athugasemdir.