Seinnipartinn í dag gerði ég mitt besta til að hjálpa Önnu Laufeyju við heimalærdóminn. Verkefni dagsins fólust aðallega í því að klára verkefni sem Anna hafði ekki náð að klára í skólanum í vikunni. Þar á meðal var verkefni í tengslum við heimsókn bekkjarins á COSI vísindasafnið fyrir nokkrum vikum, en börnin áttu að fjalla í nokkrum orðum um hvað þau hefðu helst veitt athygli (observed), hvað þau hefðu lært (learn) og hvað þau veltu fyrir sér (I wonder) við 7 mismunandi tilraunir sem voru gerðar á safninu. Það verður að segjast að ég átti í mestum vandræðum með að hjálpa henni, þrátt fyrir að við hefðum farið á safnið og hún sýnt mér hvað hún gerði með skólanum. Þegar svo bættist við að skilja hvað átt var við með hverri og einni tilraun og skrifa það á ensku, þá var þetta á mörkum þess sem ég gat hjálpað með.
Það verður einfaldlega að segjast að 6 ára bekkur er ekki lengur eins og í gamla daga. Mér líður núna eins og David Beckham.
2 thoughts on “Learning Objectives”
Lokað er á athugasemdir.
Ég sá nú hluta af stærðfræðihefti Önnu Laufeyjar úr Hvassaleitisskóla um mengi og ég verð nú bara að viðurkenna að ég skildi ekki neitt í sumum hugtökum og orðum.
Nóg að skilja textann í Glamour og Vouge það er það eina sem þarf að vita eftir þrítugt hvort eð er
Smá tilraun. Meira ef það tekst.