Í dag var fréttamynd og texti um Cassingham Elementary á forsíðu Metro&State fylgiblaðsins með Columbus Dispatch, en blaðið er það útbreiddasta hér í mið-Ohio. Á myndinni mátti sjá 4 stelpur í sjötta bekk halda gærdaginn hátíðlegan, en þá var PÍ-dagurinn hér í BNA.