Í gær tók ég þátt í knattspyrnumóti Bexleybæjar fyrir keppendur yfir þrítugu, en á sunnudögum í vor verða spilaðar 16 leikir í mótinu, sem er ágætt þar sem liðin eru aðeins 4. Ég fékk inni í gullna liðinu, en eins og í öllum alvörumótum er skipt í græna, bláa, hvíta og gullna liðið. Við töpuðum fyrsta leik.
Annars bar það til tíðinda um helgina að við vorum með fisk í matinn, bæði á laugardag og sunnudag. Fyrst lax í teryiakisósu og síðan í gær íslenska ýsu í gráðostasósu.
Þá gerðist sá merki atburður um helgina að við töpuðum einni klukkustund, en klukkunni hér í landi var hliðrað aðfararnótt sunnudags. Tímamismunurinn milli Íslands og Bexleybæjar er því 4 klst í stað 5 áður.
Ég man þegar klukkunni var breytt þegar ég bjó í Pisa, þá var ég á djamminu aðfaranótt sunnudags, svo þegar ég hélt að það ætti að fara að loka og við á leiðinni í eldhúspartý með tilheyrandi áti, þá kom bara í ljós að klukkan var bara tvö ekki þrjú og því græddi ég einn mikilvægan djammklukkutíma, alger snilld, alger snilld.