Fáránlega heitt

Við fjölskyldan vöknuðum við þrumuveður í morgun og þegar Anna fór í skólann rigndi eins og hellt væri úr fötu. Ég verð að viðurkenna að mér leist passlega vel á að fara í grill til Jason í kvöld.
Núna hins vegar kl. 15, eða 3pm eins og þeir segja í þessu landi, líklega bara til að vera öðruvísi, er hins vegar skelfilega heitt. Tölvan segir að hitinn sé bara 24 gráður á Celcius. Íbúar hér kalla þetta víst vorveður, sumrin séu miklu heitari.