Laumupúki

Mér tókst að koma upp um Tómas Inga í gær, hann er laumusnuddusjúgari. Eins og sumir vita þá neitar strákurinn að taka snuð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldrana, kaup á tugum mismunandi snuðtegunda og mikla þolinmæði Jennýjar þá hefur hann neitað.
Ég gafst þannig upp fyrir svona tveimur mánuðum að reyna að kenna þessa mikilvægu hegðun. Jenný hefur hins vegar aldrei gefist upp, þrátt fyrir að enginn árangur hafi náðst.
Síðan gerðist það í gær að Tómas var einn upp í herbergi og í rúminu sínu og var að dunda sér eitthvað. Ég þurfti að ná í eitthvað í herbergið og gekk inn, sat ekki kallinn með duddu í munninum og undi sér hið besta. Um leið og hann sá mig, tók hann þó dudduna úr sér og kallaði á athygli. Eftir þetta var ómögulegt að fá hann til að setja dudduna upp í sig aftur.
Núna í morgun læddist ég inn í herbergið, þegar ég heyrði að hann var vaknaður og aftur undi hann glaður við sitt með duddu í munninum. En þegar hann sá mig, var duddan tekinn út snarlega.

2 thoughts on “Laumupúki”

  1. Hann er slyngur eins og frænkan,en það er allavega ekki hægt að kenna mér um klæki Tómasar Inga, enda víðs fjarri.

  2. Þetta er óumdeilanlega, einstaklega efnilegur drengur. En þarf nú ekki að leggjast í vísindalega rannsókn? Hvaðan kemur slíkur arfberi???

Lokað er á athugasemdir.