1761
Tómas Ingi ákvað áðan að standa á fætur við stofuborðið og sækja sér bæklinga til að borða. Þetta var í fyrsta sinn sem við sjáum drenginn standa á fætur annars staðar en í rúminu sínu.
1757
Við hjónin ákváðum að hinkra við og sjá hvort og hvernig Tómas myndi koma sér úr stöðunni við borðið. Sú bið endaði eins og myndin sýnir.
Já, Tómas minn, heimurinn er stundum dálítið ógnvænlegur þegar maður er ekki nema sjö mánaða og horfir á hann frá nýjum sjónarhóli í fyrsta sinn, en það venst vonandi. Gott hjá þér að vera svona duglegur á afmælisdegi Binna afa! Afi og amma eru voða montin af könnunni með myndinni af þér og ekki síður músamottunni með mynd af Önnu Laufeyju. Takk fyrir þetta öll sömul.
Anna amma