Mengað kranavatn

Það var í fréttum í gærkvöldi að eitthvert efni í kranavatninu í vesturhluta Columbus væri yfir viðmiðunarmörkum og börnum undir 6 mánaða væri ráðlagt að drekka aðeins flöskuvatn.
Í útvarpinu í morgun var síðan miðbærinn talinn á ódrykkjarhæfa svæðinu. Af þeim sökum mun Tómas einvörðungu fá drykki úr átöppuðum flöskum næstu daga, jafnvel þó hann sé orðinn 8 mánaða.