Viðgerð

Bíllinn okkar fór í dag í heimsókn til Ricart og var þar tekinn og grandskoðaður, enda komið að 60.000 mílna markinu. Skipt var um tímareim og fleiri reimar sem ég kann ekki að nefna. Bremsurnar voru stilltar á ný, skipt um kerti, hreinsað hitt og þetta í vélinni og síðast en ekki síst sett undir hann ný dekk, Goodyear Integrity, en lítið var eftir af munstrinu í dekkjunum sem voru undir bílnum áður. Þessi heimsókn kostaði tæpa $1.800 og væntanlega ekki þörf á frekari heimsóknum í bráð nema til að smyrja bifreiðina, en það var einmitt einnig gert í þessari ferð.
Bíllinn er því tilbúin fyrir ferðalag um Nýja England í næsta mánuði. En ætlunin er að leita að landslagi hér í BNA og heimsækja skemmtigarða af ýmsu tagi, bæði með og án vatnsleiktækja.