Þá er fyrsta og erfiðasta prófið á þessari önn búið. Ég var sem sagt í prófi í fræðilegri tölfræði í morgun. Prófið innihélt slatta af ákvörðunarfræðum og smá Bayes, en aðallega öflugustu tilgátu próf og öryggisbil. Mér gekk bara nokkuð vel, sem er léttir þar sem ég hef ekki fengið háar einkunnir fyrir skyndipróf og heimadæmi í vetur. Ég held ég nái lágmarkseinkunn, sem er B- fyrir doktorsnema. Reyndar er frekar óljóst hvað þessi bókstafir þýða og ekki skýr tengsl milli þeirra og hlutfalls réttra svara. Þetta gerir auðvitað biðina eftir einkunnum meira spennandi.
En þá er bara að reyna skipta um gír. Þarf að skrifa greinargerð um kappræður sem fóru fram í umhverfistölfræði um hvort selum hafi fækkað í Prince Williams flóa í Alaska eftir að olíuskipið Exxon-Valdex strandaði þar og þúsundir tonna af olíu láku í sjóinn. Gögnin er ekki gallalaus og ekki alveg skýrt hvort um fækkun er að ræða. Svo þarf ég að sitja yfir prófi og fara yfir þau annað kvöld og miðvikudags morgunn og fer sjálf í próf Aðhvarfsgreiningu seinnipartinn á miðvikudag. Það próf á að vera létt, en ég verð auðvitað að læra ef ég á að tryggja mér A.
Það er gott að heyra að þér gekk vel og þú getur huggað þið við að það styttist í fríið. Gangi þér vel
kveðja Pabbi
Á ég ekki bara að senda þér svarið við þessari spurningu í tölvupósti á morgun.