Ég og Anna skruppum í hjólatúr eftir kvöldmatinn um kl. 18:30. Við hjóluðum sem leið lá eftir Bexley Park í átt að Gould. Ég hafði svo hugsað mér að við myndum hjóla aðra götu til baka.
Þegar við komum að Gould var hins vegar búið að setja upp ferðatívolí í garðinum við katólsku kirkjuna þar og boðið upp á hringekjur, parísarhjól, skotbakka og hvers kyns getraunir. Aðalvinningurinn á skemmtuninni sem þarna var í gangi, var splunkunýr Porsche Boxter blæjubíll.
Ég keypti þrjá tækjamiða fyrir Önnu sem fór í einhver svakatæki sem köstuðu henni til og frá, henni til mikillar gleði. Einnig tókum við þátt í happadrætti og Anna vann fjólubláan taufisk og reyndum okkur við pílukast og fengum rauðan frosk í skammarverðlaun.
Þegar við svo vorum búin að skemmta okkur í nokkra stund, héldum við heim eftir Bexley Park.