Allt sem ég geri í skólanum

Nú er ég búin að vera í skólanum í meira en mánuð. Við höfum gert alskonar verkefni, eins og animal adaptation (aðlögun dýra að umhverfi sínu), tooth story (tannsaga), math book (reikningsbók), journal (annál), ice cream with stories (sagnaís), Arthur story (sögu um Arthur), Guiding Reading folder (upplýsingar um skólalestur), What is math? (Hvað er stærðfræði?), traditions (hefðir), peek into a good book (kíktu í spennandi bók), handwriting (skriftarbók), animal questions (dýraspurningar) og Who are you? (hver ertu?).
Ég er núna að útbúa poster (veggspjald) um refi. Og við eigum að skila því miðvikudaginn 4. október.
Í dag fór pabbi að skoða allt sem ég geri í skólanum. En hann sá ekki allt.
Á næsta þriðjudag fer ég með bekknum mínum í dýragarðinn, sem heitir Columbus Zoo.