Rjómasúkkulaði

Í dag var fjölskyldudagur eftir hádegi. Við ákváðum nefnilega að fara saman og leggja stund á uppáhaldstómstundaiðju Ameríkana, að fara í búðir.
Við höfum ferð okkar í Toys’r’us til að finna Haloween búning á Önnu Laufeyju, fundum ekki rétta stærð og var vísað á Haloween sérverslun þar sem réttur búningur fannst. Þaðan var farið á franskt kaffihús í Worthington og síðan í Whole Foods Market, þar sem við festum kaup á Síríus Rjómasúkkulaði í 200gr pakkningunum með smjörpappírnum (eins og suðusúkkulaðið heima). Einnig keyptum við skyr, en nú hefur jarðaberjaskyr.is bæst í hóp fáanlegra bragðtegunda. Að endingu var síðan farið í kjötborðið og fest kaup á glæsilegu lambalæri sem verður á boðstólnum hér á morgun, sunnudag, nýslátrað og fínt frá Íslandi, 2 kg á tæpa $28. Ég færi Manga sérstakar þakkir fyrir að taka þátt í að niðurgreiða kjötið fyrir okkur neytendur í BNA. Við borðuðum kvöldmat í Whole Foods upp úr kl. 17 áður en við komum við í annarri Toys’r’us búð til að kaupa graskers tösku fyrir Haloween nammi og í Bed, Bath og Beyond til að kaupa alskonar dót, m.a. handklæði og handknúið vasaljós.
Við komum heim um kl. 19 og höfum verið að taka til og svæfa síðan.

2 thoughts on “Rjómasúkkulaði”

  1. Ég vona að þú njótir þess vel. Við framsóknarmenn erum einstaklega ánægðir með að geta veitt BNA aðstoð við að brauðfæða þjóðina á þetta erfiðum tímum.

    Íslenskur almenningur niðurgreiðir mat fyrir Bandaríkin og greiðir ofurvexti til evrópskra eftirlaunaþega (gegnum krónubréf) og er stolltur af. Við erum best!

    Hinn framsóknarmaðurinn í Garðabæ

  2. Og hvað verður daman á Haloween?
    Njótið lambalærisins, og munið að allt er vænt sem vel er grænt.

Lokað er á athugasemdir.