Sitja saman og hósta

Ég og Tómas sitjum saman heima, hóstum í kór og horfum á Dýrin í Hálsaskógi. Tómas er búin að vera lasinn síðan á fimmtudaginn, en virðist allur vera að koma til. Ég hins vegar slappaðist á föstudaginn, en hef samt sem áður náð að fara í tvö Halloween-partí með Önnu Laufeyju um helgina og skrifað eina 10 síðna ritgerð. Ég er þó ekki viss um að gæði skrifanna hafi verið mikil að þessu sinni.
Jenný er á fullu í miðsvetrarprófum, en síðasta vika og vikan núna marka hálfa önn hjá henni. Annars er lífið í föstum skorðum, þó var tilvonandi barnapían okkar í mat á fimmtudaginn, en hún er fyrsta árs nemi í skólanum mínum sem býr á vistinni og bauðst til að kíkja við öðru hvoru svo ég og Jenný getum „date-að“. Nú er það eina sem kemur í veg fyrir bíóferð og út-að-borða, vandinn við að finna tíma þar sem við erum ekki að klára eitthvað skólaverkefni á „dead-line“.