Fyrsti kaffisopi Tómasar

Á föstudaginn var, þegar Elli var í fánabolta-keppnisferðalaginu, fórum við Tómas Ingi í gönguferð um Bexley og enduðum á að ná í Önnu Laufeyju í skólann. Það var óvenju hlýtt í veðri (miðað við árstíma) og við ákváðum að rölta á Starbucks kaffihús á leiðinni heim að fá okkur hressingu. Anna Laufey fékk gos og m&m smáköku og Tómas Ingi fékk mjólk og bita af sítrónukökunni minni. Ég ákvað hinsvegar að fá mér frappuccino – þ.e. kaffi með fullt af mjólk og klakakrapi – mjög vinsæll sumardrykkur. Tómasi Inga fannst drykkurinn mjög spennandi, svo ég gaf honum bara sopa. Hann var svona líka ánægður með kaffisopann og leit varla við mjólkinni eftir það. Caffé Light Frappuccino sló algerlega í gegn!

2 thoughts on “Fyrsti kaffisopi Tómasar”

  1. Mér finnst nú ekkert skrítið að afkvæmi þín séu sólgin í kaffi strax á unga aldri. Hvað varst þú „gömul“ þegár þú byrjaðir í kaffidrykkjunni í ruggustólnum???

  2. 🙂 Hmm… mig „minnir“ að ég hafi verið um 2ja ára aldurinn þegar amma mín kenndi mér að drekka kaffi í ruggustólnum góða. Maður átti að taka lítinn sopa og segja aaaaahh.

Lokað er á athugasemdir.