A og P

Núna eru einkunnir fyrir Önnu, mig og Jennýju komnar í hús. Tómas er í árskerfi, þannig að hans einkunn er gefinn árlega. Einkunnakerfið hennar Önnu byggir á þríþættum skala, (-) merkir, uppfyllir ekki væntingar, (/) stenst væntingar, (+) stendur sig betur en vænta má. Anna er ýmist með + eða ++ á einkunnablaðinu sínu fyrir alla þætti. Jenný er í stafrófskerfi, A, B, C, D og F. Að þessu sinni eru einkunnir hennar fremur einsleitar, en hún fékk A í tveimur kúrsum og A- í einum.
Loks er ég í einkunnakerfi, þar sem skalinn er P fyrir að ná, M fyrir að vera tæpur og loks F fyrir fall. Að þessu sinni sinni fékk ég P í öllum fögum, og tel mig vera viss um að hafa náð New Orleans námskeiðinu einnig, en einkunn fyrir það er væntanleg í janúar. Það merkir að ég hef lokið 17 af 84 einingum í náminu mínu.
Allt gengur því eins og best verður á kosið í náminu okkar. Jenný sagði mér að misserinu sem hún er að ljúka sé eitt það erfiðasta sem hún þurfi að fara í gegnum, Gamla Testamentisnámskeiðið hjá mér var líklega erfiðasta námskeiðið sem ég þarf að taka, þannig að nú verður allt auðveldara en áður.

3 thoughts on “A og P”

  1. Elli, hvert er emailið þitt?

    Og er heimilisfang rétt:
    Halldor Elias GUDMUNDSSON
    2192 E Main St Apt F
    Columbus, OH 43209-2387
    United States

  2. Til hamingju með þetta, hlýtur að vera ljúft að hafa rúman tíma fyrir jólin eftir svona törn. Benedikt þakkar kærlega fyrir sig, hann mun spássera um í þessum samfellum eftir áramótin og þessi svefnpoki er snilld.

Lokað er á athugasemdir.