Allt gott að frétta

Það er orðið alltof langt síðan við höfum látið vita af okkur. En í stuttu máli er bara allt gott að frétta. Skólarnir eru komnir á fullt aftur og mikið að gera hjá öllum. Ég er þremur kúrsum, framhald af líkindafræðinni, fræðilegum kúrsi um punktmat og hagnýtum kúrsi í Bayes aðferðafræði. Ég er spenntust yfir þeim síðast nefnda enda er það í fyrst sinn sem ég læri um hvernig Bayes hugmyndafræðinni er beytt í praxis.

Ég er komin aftur í kennslu sem ég er nú ekkert alltof hrifin af, en verð bara að sætta mig við. Ég ákvað, svona til að gera þetta skemmtilegra, a.m.k. fyrir mig, að kenna krökkunum eitthvað smávegis um Ísland. Í næstum hverjum tíma byrja ég með eitthvert örstutt innslag um Ísland og Íslendinga. T.d. í gær sýndi ég þeim fréttaskot af mbl um handboltan en fæst þeirra hafa nokkurntíma heyrt um handbolta. Það sem Bandaríkjamenn kalla „handball“ er einhverskonar veggjatennis með engum spöðum. Ég hef líka sagt þeim frá íslenskum eftirnöfnum, Björk og Vigdísi Forseta.

Annars gengur lífið hér bara sinn vanagang. Hér snjóaði töluvert um daginn og síðan hefur verið kalt svo snjórinn liggur enn í görðum. Mér finnst mjög fínt að hafa þennan snjó það lýsir svo upp umhverfið. Hér eru íbúðargötur ekki upplýstar nema á stökustað.

One thought on “Allt gott að frétta”

  1. Mikið var gott að frétta af ykkur, mér finnst svo langt síðan þið skrifuðuð síðast,við vorum að koma úr mat hjá Tuma það var hreyndýrakjöt svaka gott það eru bara góðar fréttir héðan Jón Baldvin kemur á morgnana og skemmtir afa sínum frameftir degi.
    kveðja
    Alfa

Lokað er á athugasemdir.