Ég held ég hafi ekki upplifað annan eins kulda áður. Hitastigið var 0 gráður á Farenheit í morgun, eða -18°C. Ég var ágætlega klædd, í þykkri peysu undir úlpunni og með góða húfu og vetlinga. Ég gerði hins vegar þau mistök að vera bara í gallabuxum og ég hélt ég myndi varla hafa það að labba frá bílastæðinu og uppí skóla (tekur um 5 min).
Vegna kuldans var grunnskólum í Bexley lokað svo Anna Laufey er heima í dag eins og lasni bróðir hennar. Kapallinn liggur niðri svo Elli kemst ekkert á netið og sér ekki sjónvarp.
Til hamingju með daginn Anna Laufey, ég man að ég elskaði þá daga þegar skólinn féll niður vegna veðurs, bestu dagarnir í minningunni.