Ferðaplanið í sumar

Ég gekk í dag frá flugmiðum til Íslands í sumar fyrir mig, Jennýju og Tómas Inga. Jenný og Tómas koma til Íslands 10. júní (lenda að morgni 11.), dvelja í tæpa viku og fljúga heim 17. júní. Ég hins vegar kem til Íslands 30. júní (lendi að morgni 1. júlí), verð í Vatnaskógi 3.-9. júlí og flýg heim um miðjan dag 10. júlí. Flugmiðinn hennar Önnu Laufeyjar er ekki frágenginn, það gerist væntanlega á morgun. Hennar plan er að fljúga með mömmu sinni og Tómasi 10. júní til Íslands og heim til BNA 10. júlí með mér.

2 thoughts on “Ferðaplanið í sumar”

  1. Mikið hlakka ég til að sjá ykkur öll, ég fer bráðum að telja dagana,allt gott að frétta, ég er að fara út að ganga með „kellingunum“
    kveðja
    Alfa

Lokað er á athugasemdir.