Í gær snjóaði hér í mið-Ohio af miklum krafti í kjölfar kuldakastsins, þannig er nú -15 gráðu frost og líklega um 20 cm jafnfallinn snjór yfir öllu. Það dugar þó ekki til að loka skólanum hennar Önnu þriðja daginn í röð, en Bexley skólarnir eru opnir í dag, ólíkt mörgum öðrum skólum á svæðinu.
Í öðrum fréttum þá er Tómas enn heima veikur, horið lekur stríðum straumum, en gröfturinn í augunum hefur minnkað verulega. Ég á von á að Tómas fari samt í leikskólann á morgun, en ef ekki þá munum við bíða fram yfir helgi.
Fjörugasta félagslífið er í kringum Önnu þessa dagana, á föstudaginn kemur er hún að fara með Abbie vinkonu sinni í sleepover hjá Addie, á laugardaginn er hún hugsanlega að fara á feðginakvöld í katólsku kirkjunni rétt utan við Bexley, með mér, Addie og Abbie og pöbbum þeirra og á föstudaginn í næstu viku er „late night“ birthday party hjá Abbie. Þær A-vinkonur eru því í fullu prógrami, Abbie, Addie og Anna.
Sæl elskurnar
Það fylgir Önnu-nafninu að vera selskapsdama og vilja hafa nóg að gera í félagslífinu og mega helst ekki missa af neinu!
Ég á líka tvær vinkonur sem heita Anna og við vorum á sínum tíma kallaðar Anna eitt, Anna tvö og Anna þrjú (sú fjórða í hópnum heitir Hanna), svo þar eru líka þrjú A. Fjórðungi bregður til nafns!
Hér hafa líka verið pestir, hósti og hor í kuldanum, þótt ekki sé nú jafn mikið frost á gamla Fróni og í Ohio.
Vonandi fer Tómas litli að hressast.
Anna amma
Þeir eru greinilega allir í stíl litlu frændurnir með hor í nös.
Annars erum við í -10 hér fyrir norðan og Benedikt búinn að fara í sína fyrstu flugvél, getur ekki verið eftirbátur Tómasar frænda í ferðalögum.