Feðginadansiball

Anna Laufey var í „sleepover“ afmælispartíi hjá Addie og kom heim í morgun eftir skemmtilegt kvöld og glæsilegan morgunverð. Seinnipartinn fórum við svo á feðginakvöld hjá hóp sem ég kann svo sem ekki mikil skil á, en okkur var boðið á í gegnum Addie og Abbie, en pabbi Abbie er Chief, Miami-tribesins í klúbbnum. Ég og Anna fengum far með pabba Addie í Methodistakirkju c.a. 7 mílur austur af Bexley. Þar voru samankomnir örugglega rúmlega 50 pabbar með dætrum sínum, en á dagskrá voru pizzur, gos, kökur og dansleikur. Dansinn var síðan brotin upp með leikjum.
Þarna var tiltölulega einsleitur hópur pabba. Allir sem ég ræddi við bjuggu í Bexley og voru háskólamenntaðir með framhaldsgráðu, læknar, lögfræðingar, viðskiptafræðingar og svo mætti telja áfram. Anna skemmti sér hið besta með bekkjar- og skólasystrum sínum, en þær voru þónokkrar á staðnum.
Dagskráin stóð til kl. 22 og ljóst að það var helst til langt fyrir mig og Önnu, en við hlökkum til í næsta mánuði, þegar á dagskrá verður trébílakappakstur, en við keyptum í kvöld, Pinecar Racer, sem þarf að hanna, skera/saga/tálga út og mála fyrir keppni í næsta mánuði.