Í dag er allt lokað í Columbus, það er enda -11 stiga frost, búið að snjóa og rigna til skiptis í nótt og ekkert hægt að ferðast. Hér í sýslunni okkar er level 2 – Snow emergency sem þýðir að íbúum er sagt að halda sig inni nema í neyð. Ástandið er þó ekki verst hjá okkur því nokkrar sýslur í mið-Ohio hafa lýst yfir level 3 ástandi sem þýðir að þær sem setjast í bílinn sinn og keyra af stað verða handteknir.
Við höfum þó enn rafmagn hér í Bexley og kapallinn virðist virka, svo nú er bara að vona og sjá.
2 thoughts on “Allt lokað”
Lokað er á athugasemdir.
Hvað er málið, mætti halda að þið hefðuð flutt til Múrmansk eða á Hveravelli.
Fyrstu spár gerðu ráð fyrir að hættuástandi yrði aflétt eða lækkað kl. 7 í morgun, en hér er enn Level 2 emergency og fólk varað við að vera úti að óþörfu.
Anna Laufey fór að sjálfsögðu út í morgun til að leika sér við vin sinn, en þau hentust í 20 mínútur, þrátt fyrir að vera í kuldagöllum frá heimabyggð. Hann í Alaskagallanum sínum og hún í íslenska snjógallanum.