Ég gekk algjörlega fram af dóttur minni seinnipartinn í gær, en ég hafði skráð í dagbókina að afmælið hjá Abbie væri á föstudagskvöldi frá 5:30-9:00. Ég sá um að útvega gjöf og rétt eftir 5:30 stóðum við framan við húsið hennar Abbie á Bexley Park Rd. Nema hvað, stóra systir Abbie kom til dyra og benti okkur á að við hefðum farið dagavillt. Önnu var ekki skemmt þegar við gengum aftur að bílnum. Hún er nú mjög upptekin af því að hún eigi vitlausasta og leiðinlegasta pabba í heimi, sem kann ekki einu sinni á dagatal.
En hvað um það, ég skutlaði henni í afmælið áðan, og það voru fleiri stelpur að mæta á staðinn, þannig að vonandi hefur hún tekið gleði sína á ný, þegar ég sæki hana á eftir.
One thought on “Árás á félagslega stöðu Önnu”
Lokað er á athugasemdir.
Þú færð ekki titilinn, soccer-mom, með þessu áframhaldi.