Ekki stuð

Ástandið á Eystra Aðalstræti er ekki gott í augnablikinu. Tómas hefur verið að leka niður í sólarhring (kallað blow out í leikskólanum) og borðaði lítið í gær, en drakk þeim mun meira, aðallega mjólk. Í nótt hætti hann að halda mjólkinni niðri og við erum að reyna að gefa honum eplasafa, sem er ekki að virka nógu vel. Hann hins vegar ber ekki veikindin með sér þar sem hann dansar og hleypur um stofuna á milli þess sem hann kastar upp á gólfið (meðan ég skrifaði þetta, sendi hann smá gusu á grjónastólinn hennar Önnu 🙁 ).
Eftir fjörugt afmæli í gærkvöldi, fékk Anna Laufey verki í hnén og skreið upp í til okkar um miðja nótt og í svefnrofunum náði ég að setja í hana Tylenol til að draga úr verkjunum. Þetta þýddi hins vegar að ég og Jenný náðum ekki miklum samfelldum svefni, og erum að slappast nokkuð líka.
Það er ljóst að enn einu sinni á þessu misseri verður annað barnið heima á virkum degi.

E.s. Anna var reyndar að benda að hún er líka heima á morgun, þar sem það er Presidents Day.

6 thoughts on “Ekki stuð”

  1. Þetta var ekki góður konudagur fyrir Jennýju, enda er Tómas búin að ganga um ælandi og ég hef eytt deginum í rúminu með 39,3 stiga hita.

    Það er spurning hvernig þetta spilast allt saman á morgun.

  2. Ja, það er bara vonandi að þessi veikindi séu nú yfirstaðin og allir orðnir hressir. Þess óskum við að minnsta kosti héðan úr Eyktarhæðinni.

    Anna amma

  3. Ég varð að fara í tíma á mánudagskvöld svo ég hef verið á fótum síðan þá. Tómas er enn með vott af ælupest og hefur lítið borðað síðustu daga, en er samt ótrúlega hress.

    Hann fer væntanlega ekki í leikskólann á ný fyrr en á mánudaginn kemur. Þetta er því önnur heila vikan í febrúar sem hann missir úr leikskólanum og við foreldrarnir að sama skapi náum ekki að nýta þessar vikur til að læra.

  4. Það er sama ástand hér í miðju Atlantshafinu. Fjölskyldan í Lækjasmáranum ælir og skelfur og verkjar og snýtir sér. Vonandi komumst við út úr húsi á morgun.


  5. Bara að kvitta!
    Fann síðuna ykkar hjá Benna litla frænda ykkar. (var reyndar einhverntíma búin að fá slóðina hjá Nínu en týndi henni)
    Alltaf gaman að fylgjast með vinum og kunningjum úr fjarlægð!
    Ég sendi ykkur kveðju fyrir jólin sem hefur nú líklega ekki skilað sér þar sem ég sendi hana til Íslands en þið fáið allavega kveðju hér með!
    Kær kveðja úr Afríkusólinni
    Helga Vilborg

Lokað er á athugasemdir.