2640
Í dag hélt vorið innreið sína hingað til Columbus á mjög sýnilegan hátt, enda hófst vorfríið mitt í dag. Þannig var ríflega 20 stiga hiti á celsíus seinnipartinn, sól og blíða. Jenný missti reyndar af þessu þar sem hún var að ljúka við verkefni og þurfti að sitja yfir prófi kl. 17. Ég og krakkarnir vorum hins vegar úti að leika fram undir kl. 18:30.
Ég tók svolítið af myndum sem hægt er að skoða með því að smella á meðfylgjandi mynd.
Gott að vita að vorið er komið og þessi rosakuldatími búinn. Tómas Ingi ekkert orðinn neitt smá stór, farinn að róla sjálfur og allt. Biðjum að heilsa
Benni, Bennamamma og Bennapabbi
Vorið er farið aftur, drullukalt í dag og fram í næstu viku 🙁
Æi en leiðinlegt, er einmitt farin að kvíða því að fara aftur heim úr 25-30 stiga hita, maður hefði bara átt að taka vetursetu hér allt fæðingarorlofið.