Tómas óstöðvandi

1776Meðan Binni var hérna lærði Tómas Ingi töluvert af óæskilegri hegðun. Þannig náði hann að hrista hliðið sem átti að koma í veg fyrir að hann kæmist í stigann, þannig að það var stöðugt laust. Við tókum því hliðið niður, þannig að nú fer Tómas hvert sem hann vill, nema í kjallarann og eldhúsið. Þá lærði Tómas að klifra upp úr rúminu sínu, og eftir að hann skall einu sinni harkalega í gólfið eftir að hafa prílað yfir rimlana, færðum við rúmið milli veggjar og hjónarúmsins, þannig að nú dettur hann í rúmið okkar ótt og títt.
Hann er líka byrjaður að tjá sig mjög ákveðið á táknmáli, með bendingum og atferli. Þannig rétti hann mér hjólahjálminn sinn í dag, gekk að fatahenginu og benti ákveðið á flíspeysuna sína. Annars verður hann líklega kátur á morgun (mánudaginn) að komast aftur á leikskólann, eftir 10 letidaga heima hjá foreldrum sínum.

Nokkrar myndir af hjólaferðum fjölskyldunnar.

2 thoughts on “Tómas óstöðvandi”

  1. Tómas Ingi vldi auðvitað sýna Afa hvað hann er orðinn stór og „duglegur“ strákur og alveg örukkur í stiganum þegar hann man að setjast á rassinn í hvert þrep á niðurleiðinni.
    Ég vona að hlutirnir falli í samt lag eftir „þemadagana“ hans Afa.
    Binni Afi

  2. Frændur eru líka saklausar verur, hentugar í barnapössun ef gemsi foreldranna er ekki of langt í burtu.

Lokað er á athugasemdir.