Í dag fórum ég, Jenný og Anna Laufey á fyrirlestur í Ohio State, þar sem Ólafur Ragnar fjallaði um Ísland sem rannsóknarstofu fyrir rannsóknir á loftlagsbreytingum. En fyrirlesturinn tengdist á einhvern hátt fyrirhuguðu samstarfi háskólaumhverfisins á Íslandi við OSU, m.a. á sviði jarðvegsrasks. Anna Laufey spilaði í GameBoy tölvunni sinni í þriðju röð mesta hluta fyrirlestrarins, en Ólafur smekkfyllti fyrirlestrasalinn í Wexner Center for Arts.
Að fyrirlestrinum loknum, spjölluðum við við nokkra Íslendinga sem létu sjá sig, bæði frá Íslandi og aðra sem búa í Columbus. Við tókum mynd af Önnu og Ólafi saman, enda ekki á hverjum degi sem Ólafi gefst tækifæri til að hitta merkilegar manneskjur :-).
