Undan farnar vikur hefur verið yndislegt veður hér í Columbus. Það hefur verið hlýtt og sólin hefur skinið glatt, á mánudaginn og þriðjudaginn var til dæmis milli 20 og 25 stiga hiti og heiðskýrt. Það var sem sagt komið vor og trén blómstuðu hvert í kapp við annað, litadýrðin alveg æðisleg. Við vorum auðvitað hætt að hita upp íbúðina, settum meira að segja loftkælinguna í gang í nokkur skipti og ég var að spá í að fara að setja vetrarúlpurnar niðrí kjallara.
Á miðvikudag kom hins vegar frost og snjókoma. Hitasveiflan á hálfum sólarhring var 30 Celsíus gráður. Og þessu vetrarveðri er spáð áfram næstu daga, svona eins og í tilefni Páskanna.
Ég sé að Anna Laufey og Tómas Ingi eru nú þegar komin vel á leið með að ná frænda sínum námslega. Til að mynda er Tómas farin að æfa sig í fín-hreyfingum, eitthvað sem ég hef nú ekki getað gert sem skyldi, enda stór klaufi. Eitt sem stakk mig beint í hjartastað var að hún Anna Laufey hefur ekki byrjað æfingar á bassa né körfubolta eins og ég hélt að við hefðum samið um. Ég býst við því að hér sé um einhvern samskiptabrest af ykkar hálfu að ræða og ráðlegg ykkur að reyna að bæta úr þessu hið snarasta, ella gæti farið svo að ég komi til Ohio og taki þessa kennslu að mér 😀
sendi mér línu einhvern tíman á
Bragi@pabbastrakur(RTS).is