Símasaga

Eins og Elli sagði frá í færslunni „Mikið í gangi“ þá týndi ég GSM símanum mínum um daginn. Í kjölfarið fórum við útí mikla endurskipulagingu á síma-, internet- og sjónvarpsmálum fjölskyldunnar eins og greint er frá í smáatriðum í áðurnefndri færslu. Við fengum t.d. bæði nýja GSM síma. Nú um helgina vorum við mæðginin ein heima á meðan Elli og Anna Laufey skemmtu sér með pabbaklúbbnum. Við Tómas vorum bara í rólegheitum heima, lékum okkur og gerðum það af húsverkum sem við nenntum. Við settum meðal annars í allmargar þvottavélar. Þvottaaðstaðan er niðrí kjallara og þar geymum við ýmislegt dót (t.d. kubba og eldhúsdót) sem ekki er pláss fyrir uppí herbergjum eða stofu. Dótið liggur yfirleitt dreift út um stóran hluta af gólfinu enda er ekki laggt mikið uppúr að laga til í kjallaranum.

Í gær á meðan ég var að dunda við þvottinn lék Tómas sér í dótinu. Honum finnst nú líka gaman að hjálpa mér að setja í þurrkarann og hann kom hlaupandi þegar hann sá að ég var byrjuð á því. Mér brá nokkuð í brún þegar ég sá að drengurinn hélt á símanum sem ég hafði glatað!

One thought on “Símasaga”

  1. Svona er þetta, einhver verður að passa u á hlutina þína svo þú tínir þeim ekki. Gott að vita af ábyrgum einstakling á þessu heimili

Lokað er á athugasemdir.