Ný tölva

Eftir að vera fartölvulaus í rúmlega þrjá mánuði, gafst ég upp. En ég hafði ákveðið að endurnýja ekki tölvuna mína fyrr en nýtt stýrikerfi kæmi frá Apple. Þegar Apple tilkynnti um að útgáfu nýja kerfisins hefði verið frestað fram í október ákvað ég að bíða ekki lengur, en fór í Apple búðina til að kaupa nýja tölvu. Í búðinni var mér sagt að þar sem ég hyggðist kaupa sérútbúna tölvu, en ekki standard útgáfu væri hún $175 ódýrari ef ég pantaði hana á netinu. Ég ákvað að hlýða þeim ráðleggingum og gerði það. Eftir vesen með VISA-kort, þar sem í ljós kom að netbúðin tekur ekki erlend kort og VISA-kortinu hér frá BNA var lokað vegna grunnsamlegrar upphæðar, tókst mér að borga fyrir tölvuna með bandaríska debetkortinu okkar.
Tölvan var síðan send frá Shanghai til Alaska, á fimmtudaginn og kom með Fedex-sendli snemma á föstudagsmorgun til mín hér í Columbus. Ég tók tölvuna upp úr kassanum, tengdi hana við gömlu tölvuna og öll gögn, forrit og allar uppsetningar færðust sjálfkrafa yfir á nýju vélina. Þannig er ég nú komin með mjög öfluga tölvu sem býður upp á skemmtilega möguleika sem vonandi verða nýttir til fulls.

Ef einhver hefur áhuga þá er tölvan hvít-MacBook, með 2Mhz intel-duo, 2GB RAM, DVD-skrifara, 80GB disk og DVD-skrifara.

One thought on “Ný tölva”

  1. Hvað er að frétta, veðrið orðið skárra. Benedikt er orðinn mjög spenntur yfir að hitta frændsystkini sín og læra af þeim ýmis brögð og prakkaraskap.

Lokað er á athugasemdir.