Ælubæli

Hér á Eystra Aðalstræti er ástandið miður gott. Jenný byrjaði að æla í gærkvöldi og í kjölfarið byrjaði Anna Laufey og skreið svo upp í til okkar aum og dösuð og loks tók ég rispu um kl. 2 í nótt. Tómas vaknaði við hamaganginn og krafðist þess að vera í rúminu okkar einnig, og því var mikið fjör að koma öllum fyrir slöppum og veikum í eitt rúm.
Jenný virðist hafa tekið sér pásu, en ég og Anna vorum enn að þegar við fórum á fætur í morgun. Tómas hins vegar hafði tekið rispu á laugardagskvöldið síðasta og virðist ætla að sleppa núna. Af þessum sökum sit ég með börnunum niðri í stofu þar sem við horfum á Dýrin í Hálsaskógi. Anna situr á gólfinu með fötu fyrir framan sig.