Vá!

Í dag eru 11 ár síðan ég giftist honum Ella mínum. Í tilefni dagsins fór ég með Tómas Inga í Dyragarðinn hér í Columbus. Elli og Anna Laufey eru hinsvegar í Vatnaskógi. Ég hringdi í skötuhjúin í kvöld og þegar ég sagði Önnu Laufeyju að foreldrar hennar eru búin að vera gift í 11 ár hrópaði hún: Vaá!

Til hamingju með daginn Elli minn!

Ps. Þó við hjónakornin séum ekki saman á brúðkaupsafmælinu þá mundum við bæði eftir deginum í þetta sinn – framför! 🙂