Núna er ég búin að pakka í ferðatösku og búin að tékka mig inn í flug á netinu, vélin fer kl 8:10 í fyrramálið. Ég er á leiðinni á mína fyrstu tölfræði ráðstefnu. Um er að ræða Joint Statistical Meeting (Tölfræðilegur samstöðufundur?) Ameríska tölfræðifélagsins. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin í Salt Lake City höfðuðborg Mormónafylkisins Utah. Það verða rúmlega tvö þúsund þáttakendur og tæplega 400 fyrirlestrar sem spanna flest svið tölfræðinnar. Ég er mjög spennt að fara, eina vandamálið er hvað það er erfitt að velja úr fyrirlestrum.
One thought on “Á leið til Salt Lake City”
Lokað er á athugasemdir.
Hvernig var á ráðstefnunni? Þú sér að ég átti nokkuð mikið ólesið en betra seinnt en ekki!!!
kv Pabbi