Útskriftir

Tveir vinir okkar útskrifuðust úr Háskólanum á laugardaginn var. Heiðrún með meistaragráðu í hagfræði og Salvar með embættispróf í guðfræði. Við óskum þeim báðum hjartanlega til hamingju með áfangann. Okkur var boðið í tvær frábærar veislur í tilefni dagsins.
Ég fór nú reyndar ein í veisluna til Heiðrúnar. Anna Laufey var í heimsókn hjá vinkonu sinni og Tómas Ingi hafði ekkert sofið um daginn en sofnaði loks þegar við vorum á leiðinni út, svo þeir feðgar fóru bara í bíltúr. Á meðan naut ég frábærra veitinga og ennþá betri tónlistar í Skólabæ. Það var líka frábært að hitta allt fólkið sem ég hafði ekki séð lengi. Við mættum svo öll í veisluna til Salvars sem haldin var í kaffihúsi Neskirkju. Þar voru líka frábærar veitingar og skemmtilegt fólk. Tómas Ingi svaf mest allan tímann í magapokanum. Okkur sýnist hann sofa best þegar við erum á einhverjum þvælingi. En sem sagt, frekar góður dagur.