Ég minnist þess að þegar ég var 8 ára þá lærðum við reikning í skólanum. Við þurftum að læra margföldunartöfluna, okkur var kennt um víxlreglur í samlagningu og frádrætti og hálfum vetri var eitt í að gera okkur hæf í að draga frá tveggja stafa tölur, allt gagnlegt og spennandi. Anna Laufey lærir hins vegar stærðfræði nú þegar hún er orðin 8 ára. Þannig er hún með heimadæmi nokkrum sinnum í viku (eitthvað sem ég vissi ekki hvað var fyrr en í MR) og eitt dæmið sem var í heimadæmaskammtinum þessa helgi hljóðaði á þessa leið:
36-y = (60/4) x (y/3)
Finndu y.
Finndu samtölu dæmanna.
Anna þurfti reyndar smá hjálp við að leysa dæmið, enda ekki enn örugg á deilingarreglum, en svona breytast kröfurnar.
Ja hérna!
Má ég þá heldur biðja um að fá að lesa skemmtilegar barnabækur eins og ég er að gera meðal annars hér í Kaupmannahöfn.
En mikið afskaplega er nú amma stolt af nöfnu sinni!
Anna amma
Y=6, leysti þetta með störun, Anna veit að hún getur alltaf fengið frænku sína til að hjálpa sér með stærðfræðina.
Gralla og eyrnabólgupésinn
Eyrnabólgupésinn vildi bæta við að samtalan er 30.