Tómas lasinn

Þegar Jenný kom til Sullivan fjölskyldunnar í kvöld eftir tennisæfingu lá Tómas sofandi á stofugólfinu þeirra, með hita og mjög slappur. Jenný dreif hann heim og upp í rúm og ljóst að kappinn fer ekki í leikskóla á morgun.
Ég er því búin að senda prófessorunum mínum bréf með tíðindum af Tómasi og upplýsingum um að ég verði ekki í tímum á morgun, nema reyndar í Nýja Testamentisfræðum, en þar hyggst ég mæta í kvöldtíma. Þetta er svo sem ekki besta mál, en gæti verið mun verra. Ég og Tómas munum því væntanlega sitja saman í sófanum í stofunni á morgun og horfa á Nemo og Cars til skiptis fram eftir degi.

3 thoughts on “Tómas lasinn”

Lokað er á athugasemdir.